14.5.2006 | 10:33
læknisfrúin..
mig langar að byrja þetta blogg á að óska læknisfrú Aðalheiði innilega til hamingju með að vera orðinn læknisfrú, mér þykir það einstaklega spennandi að þekkja læknisfrú og tilvonandi læknir...:) ef einkver hefði sagt mér fyrir 5 árum að ég mundi eiga vinkonu sem væri læknisfrú eða í læknanámi þá hefði ég ekki trúað því.... :)
allavega þá er ég búinn að vera að trassa þetta blogg eitthvað og það er bara þannig að það er ekekrt spennandi að gerast í mínu lífi í dag.. ég er búinn í skólanum og byrja ekki að vinna fyrr en fyrsta júni og ég hef akkurat ekkert að gera nema hanga í smáralindinni og eyða peningum.. en sko málið er að það á bara ekkert sérstaklega við um mig að hanga svona mikið heima svo ég reikna fastlega með að þurfa að hringja í læknisfrúna og fá einkverjar pillur hjá henni áður en fyrsti rennur upp því ég er að verða geðveik á að hanga svona.. þannig að allar tillögur að dagsplönum eru vel þegnar..:)
annrs er ég búinn að eiga bara yndislega helgi með kallinum, það er svo gott þegar hann er heima:) við kíktum á landnámssýninguna í gær, ég elska að skoða allt sem teingist sögu íslendinga á árum áður, það er bara eitthvað svo spennandi, ekki það að ég gæti séð það fyrir mér að hafa verið uppi á þessum tíma... ekkert klósett, engir speiglar, enginn hárblásari og síðast en ekki síst enginn aa samtök.. ótrúlegt.
svo skelltum við okkur á listasafnið og skoðuðum útskriftar sýningu hjá nemendum í listaháskólanum en ég veit nú ekki hversu lángt þau eiga eftir að ná.. þeð er svo skrítið hvað allir eru að reyna að vera eitthvað öðruvísi og allt endar þetta bara með óskupum og orðið of skrítið....
en toppurinn á gærdeiginum var svo maturinn sem ég fékk sem kallinn eldaði fyrir mig omg, ég sko veit að guð er góður því hann lét mig eiga mann sem er eins góður kokkur og minn..:) og sko leiðinn að hjarta mínu er allgjörlega í gegnum magan.. ég fékk í forétt hörpuskel ummm og í aðalrétt var grillaður lambainnlærisvöðvi með karföflu, villisveppum, gulrótum og síðast en ekki síst heimalagaða besnessósu sem var bara mesta sllild sem ég hef smakkað... svo fengum við okkur gæðakaffi og after eigt í eftirmat þvílík snild, takk fyrir mig ástinn:)
að vísu reynda hann að sprengja okkur í loft upp í nótt því þegar ég kom fram í morgun og opnaði út á pall (sem betur fer var sól) sá ég mér til mikkilla skelfingar að það var kveikt á grillinu og allt í botni... þannig að gasið sem við náðum í gær er að verða búið.....
og þannig var það...
Athugasemdir
Það er unaður að vera læknisfrú.
Allý (IP-tala skráð) 15.5.2006 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.