25.5.2006 | 13:50
drakúla lifir...
já það er svo merkilegt hvað maður breytist með árunum..´ég er með brennandi þorsta og áhuga að drekka í mig bækur með sögulegum heimildum og ég er allveg að elska þær.. allavega þá var ég að klára eina geðveika bók sem heitir sagnfræðingurinn og er litlar 800 blaðsíður en fjallar semsagt um drakúla og sögu hans, það er kona sem seigir þessa sögu og hún er brjáluð, fullt af sögulegum staðreindum sem ég er einstaklega heilluð af, núna sé ég mig bara fyrir mig í róm að skoða gamlar kirkjur eða í frakklandi að skoða gömul klaustur.. já merkilegt en ég held ég verði bara að fara í sagnfræði því það bara kallar alltaf meira og meira á mig...
þegar ég hugsa til baka þá held ég að ég verði að þakka stóru systir hennar Auðar henni Vilborgu Davíðsdóttir, en hún á heiðar af fyrstu bókinni sem ég las með sögulegum staðreindum í það var Korkusaga sem er eins og allar hinar bækurnar hennar allgjör snild og fjallar um unga stelpu sem var uppi á víkingaröld, eftir að ég las hana fór ég gagngert að leita að öllum þeim bokum sem ég gat fundið sem teingjast gömlum tíma á einkvern hátt. ( takk Villa)
já éf einkver hefði sagt við mig fyrir nokkrum árum að ég ætti eftir að fá áhuga á sögu þá hefði ég nú líklega hleigið dátt... en það er jú frekar langur vegur á milli hárgreiðslu og sögu.. en ég man þegar ég var í fá í skóla þá tók ég 2 söguáfanga og viti menn.. þetta voru einu tímarnir sem ég mætti í... og man ég að ég átti að skrifa ritgerð og ég valdi mér að skrifa um barnsútburð á 17 öld og ég hefði getað skrifað 20 blaðsíður ég var með svo mikið efni en því miður átti hún bara að vera 4 bls...
ok næsta skref er að virkja minnið betur og sækja um í sögudeild háskólans.. kanski get ég boðist til að klippa prófessorana í staðinn....:)
drakúla lifir.....
Athugasemdir
Litla systir vísaði mér veginn að þessu bloggi og ég bara verð að segja (*roðn roðn*) að mín er ánægjan að hafa tekist að smita þig af þessum sama áhuga og líf mitt er undirlagt af :) Ég endaði líka á að drífa mig í skóla af þessum sömu ástæðum, fór reyndar í þjóðfræði en hún er mjög skyld sagnfræði og hægt að stinga inn kúrsum úr sagnfræðinni eins og maður vill! N.B. það mega allir sitja í fyrirlestrum í Háskóla Íslands um hvað sem er, án þess að vera skráðir, taka bara engin próf né skila verkefnum.
Frír aðgangur líka á alls konar fyrirlestra sem eru auglýstir á www.hi.is - einn á morgun lau 27. maí um Guðríði landnámskonu á Vínlandi sem mig langar ferlega á - en kemst víst ekki! Kíktu hér:
http://www.hi.is/Apps/WebObjects/HI.woa/wa/dp?detail=1006825&name=frettasida
Hugsa til þín þegar ég fer til Rómar að skoða kirkjur og rústir í ágúst ;) Kær kveðja heim á klakann, Villa í Edinborg.
Vilborg Davidsdottir (IP-tala skráð) 26.5.2006 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.