Færsluflokkur: Bloggar
22.5.2006 | 11:00
júróvisjon pjúravisjón...
ég átti nú barar ekki til orð þegar ég settist niður á laugardagskvöldið og sá að finnar voru með flest stig í júróvisjón.. ég meina þetta er náttúrulega bara glatað lag rock haeluja hvað... þetta er eitthvað svona píkurokk sem var frægt í kringum "90, ég meina allveg ágætt tímabil í tónlistarsögunni, hver man ekki ekki eftir skid row og wite snake og þessum síðhærðu rokkurum, og ég meina ég naut þess í botn að setja skid row í botn og syngja með... en það eru 15 ár síðan og svo koma bara einkverjir finnar með eitthvað werd skrímslaatriði og rock balloðu í anda skid row og rúlla þessu upp... ég meina þessir gaurar voru ógeðsleigir og algerlega wanabe eitthvað annað.... og hvað... við komumst ekki einu sinni í keppnina með okkar djók og ekkert skilur landinn í því hvernig standi eiginlega á þessu við sem vorum viss um að hún mundi rúlla þessu upp... ( eins og á hverju ári) og núna heyri ég bara raddir eins og " já þetta silvju ævintýri er náttúrulega bara búið núna og þetta var náttúrulega bara rosalegt hvernin hún hagaði sér.... give me a breke... við kusum þetta yfir okkur... héldum við virkilega að hún munda verða einkver önnur en silvja að hún mundi kanski bara breitast í einkverja barbi dúkku.. nei hún stóð sig allveg frábærlega sem litla ofsplita dekurdrotninn..... og ég satt best að seigja get ekki beðið eftir að sjá hvaða kjána við sendum út að ári, og að sjálfsögðu með sömu væntinar og áður um að við hljótum bara að vinna þetta... við erum jú að fara að byggja tónlistar hús fyrir alla peningana okkar.......
go júrúvisjon:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.5.2006 | 17:52
bla
og svona er lífið:)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.5.2006 | 09:17
10 ár..
vá tíminn er svo fljótur að líða að það er ekkert eðlilegt.. í dag eru semsagt 10 ár síðan ég var síðast á fæðingardeildinni og nánar tiltekið kl 8.40 15 mai 1996 kom í heimin lítil dama og ekki var hægt að seigja að það hafi verið mikið mál að koma henni í heimin því það tók ekki nema 20 mín frá fyrstu hríð og þangað til hún var komin í fangið á mér:) yndisleg lítil stelpa sem fékk nafnið tanja björk, ég bara samt er ekki allveg að fatta að það séu 10 ár síðan .... dísus hvað maður er að verða gamall.... allavega þá er ég að fara í ammælisparty í dag með öllum bekknum hennar úffff en bara gaman:=)
til hamingju með daginn litla tönslu stelpan mín:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2006 | 10:33
læknisfrúin..
mig langar að byrja þetta blogg á að óska læknisfrú Aðalheiði innilega til hamingju með að vera orðinn læknisfrú, mér þykir það einstaklega spennandi að þekkja læknisfrú og tilvonandi læknir...:) ef einkver hefði sagt mér fyrir 5 árum að ég mundi eiga vinkonu sem væri læknisfrú eða í læknanámi þá hefði ég ekki trúað því.... :)
allavega þá er ég búinn að vera að trassa þetta blogg eitthvað og það er bara þannig að það er ekekrt spennandi að gerast í mínu lífi í dag.. ég er búinn í skólanum og byrja ekki að vinna fyrr en fyrsta júni og ég hef akkurat ekkert að gera nema hanga í smáralindinni og eyða peningum.. en sko málið er að það á bara ekkert sérstaklega við um mig að hanga svona mikið heima svo ég reikna fastlega með að þurfa að hringja í læknisfrúna og fá einkverjar pillur hjá henni áður en fyrsti rennur upp því ég er að verða geðveik á að hanga svona.. þannig að allar tillögur að dagsplönum eru vel þegnar..:)
annrs er ég búinn að eiga bara yndislega helgi með kallinum, það er svo gott þegar hann er heima:) við kíktum á landnámssýninguna í gær, ég elska að skoða allt sem teingist sögu íslendinga á árum áður, það er bara eitthvað svo spennandi, ekki það að ég gæti séð það fyrir mér að hafa verið uppi á þessum tíma... ekkert klósett, engir speiglar, enginn hárblásari og síðast en ekki síst enginn aa samtök.. ótrúlegt.
svo skelltum við okkur á listasafnið og skoðuðum útskriftar sýningu hjá nemendum í listaháskólanum en ég veit nú ekki hversu lángt þau eiga eftir að ná.. þeð er svo skrítið hvað allir eru að reyna að vera eitthvað öðruvísi og allt endar þetta bara með óskupum og orðið of skrítið....
en toppurinn á gærdeiginum var svo maturinn sem ég fékk sem kallinn eldaði fyrir mig omg, ég sko veit að guð er góður því hann lét mig eiga mann sem er eins góður kokkur og minn..:) og sko leiðinn að hjarta mínu er allgjörlega í gegnum magan.. ég fékk í forétt hörpuskel ummm og í aðalrétt var grillaður lambainnlærisvöðvi með karföflu, villisveppum, gulrótum og síðast en ekki síst heimalagaða besnessósu sem var bara mesta sllild sem ég hef smakkað... svo fengum við okkur gæðakaffi og after eigt í eftirmat þvílík snild, takk fyrir mig ástinn:)
að vísu reynda hann að sprengja okkur í loft upp í nótt því þegar ég kom fram í morgun og opnaði út á pall (sem betur fer var sól) sá ég mér til mikkilla skelfingar að það var kveikt á grillinu og allt í botni... þannig að gasið sem við náðum í gær er að verða búið.....
og þannig var það...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.5.2006 | 20:22
gleði,gleði,gleði..:)
ég er nú aldeilis með fréttir.... haldið þið að konan hafi ekki náð dönskunni.... ég get ekki lýst hamingju minni yfir þessu..:) allavega þá er þetta náttúrulega bara yndislegur dagur 20stiga hiti og lítil börn í stuttbuxum yndislegt...:) allir sem ég hitti voru eitthvað svo frískleigir og glaðir, ég fann hvað mig langaði allt í einu að vera brún þannig ég ákvað að skella mér í ljós þar sem sólinn hafði ekki allveg náð til míní dag sökum dvala í smáralindinni... þannig ég skellti mér í einn ljósatíma svo ég gæti verið svona frískleg á morgunn en viti menn ég er eins og ofbakaður humar í framan.. og ég get svo svarið að ég fann andlitið á mér strekkjast og ábyggilega fyllst af ógeði... þannig að ég ákvað að vera ekkert að sóa peningum í smáralindinni í sumar og eyða tímanum í sólbaði frekar og það kostar heldur ekki neitt......:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.5.2006 | 09:54
hroki..
ég var að lesa fréttablaðið í gær og rakst á svo skemmtilega glataða auglysingu að ég bara datt í hið mesta hroka kast og gat ekki annað en hleigið dátt að þessu... sko það er semsagt verið að auglysa eftir fólki í hlutastsarf í smárabío og regnbogan í afgreiðslu í sjoppum kvikmyndahúsana, starfsmenn taki virkan þátt í áfyllingum og viðhaldi hreinlæti á vinnustað, (enginn hroki enþá) menntunarkröfur: engar, en æskilegt er að umsækjadi hafi reynslu að svipuðum störfum, (enginn hroki enþá en er allvega að koma..) æskileigir eiginleikar: við leitum að metnaðarfullum einstaklingum, (hrokinn komin) ég meina maður þarf nú engan brjálæðislegan metnað í að afgreiða popp.., og áfram með ríka þjónustugleða, mér hefur nú ekkert fundist þær neitt brjálæðislega broosmildar eða jákvæðar þegar ég fer í bio.., áfram, og síðast en ekki síst þurfa umsækendur að hafa jákvæð viðhorf og afburðarhæfni í mannlegum samskiptun og vönduð vinnubrögð.... give me a breke.. það er ekki eins og ég sé að fara að versla eitthvað postulín í skápinn.. ég vill bara fá popp og kók og það strax því ég er búinn að bíða í röðinni endalaust og mér finnst yfirleitt að þær taki ekki aftir manni fyrr en maður nánast öskrar á þær hey ég var næst og þá koma þær með fílusvipinn hangandi framan á sér og er kanski ekki hægt að ætlast til neins annars því þær eru yfirleitt ekki deiginum eldri en 14ára og eru meira að hugsa um bóluna á enninu og í hvað þær ættu að fara í skólan á morgun og hvort þessi sé skotinn í þeim eða ekki... ég hels persónulega að ekki þurfi neina afburðarhæfni í mannlegum samskiptum til að geta afgreitt popp og kók skammlaust....
over and out
hroki....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.5.2006 | 14:22
konur ráða heiminum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.5.2006 | 22:53
veit ég á ekki að hlæja..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2006 | 21:02
heyrheyr allý
já ally ég er svo innilega sammála þinni síðustu færslu um kynlífserfiðleika unga fólksins.......
(fyrir þá sem vilja lesa hana er linkur á hana hún er læknakonan)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.4.2006 | 13:32
það sem ég elska við sunnudaga:)
það er eitthvað svo marst við sunnudaga sem er eiginlega ekki annað hægt en að elska:)
ég elska að vakna að geta leigið í rúminu og ástinn mín er þar:)
ég elska að fá egg, beikon og amersískar pönnukökur í bruns:)
elska að taka því rólega með famelíunni:)
elska að þurfa ekki að gera neitt sérstakt:)
elska að fara í sunnudagssteik til ömmu gauju:)
elska að lesa uppáhaldsbloggarana mína:)
elska mest þegar það er kvótað í mig á annara manna bloggum :)
en það er eitt við þennan sunnudag sem ég þoli ekki og það er að þurfa að eiða honum í að læra fyrir þetta f...... dönsku próf sem ég er að fara í á þriðjudaginn....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)