Færsluflokkur: Bloggar

sunnudagsþrasið..

ég verð nú bara að seigja bíó söguna síðan í gær... við fórum sem sagt í bíó í gær að sjá rauðhettu sem er nú ekki frá sögu færandi nema þetta er náttúrulega ein sú kaldhæðnasta og fyndnasta teiknimynd sem ég hef séð lengi og mæli ég með að allir fari og sjái hana:) en allavega í hléi fór ég ekki út að reykja sem eru náttúrulega bara fréttir út af fyir sig... en sá í staðin eina þá fáránlegustu auglysingu sem ég hef á æfinni séð og ætla ég að reyna að koma henni frá mér hér með orðum ef það er hægt...   á skjáinn byrjaði að byrtast mynd sem byrjaði ofan frá og kom hægt niður skjáinn þar byrtist kona sem lá á bakinu með hneft frá buxunum og í einkverjum topp með hring í naflanum og voða hugguleg kona, enívei ég hugsaði með mér en hallærileg aulysing frá einkverri ljósastofu sem er með ónýtar perur og allt það.. en nei þá byrtist neðst á skjánum " hárgreiðslustofan cartier" og ég fór að skoða myndina betur og sá að þessi kona á myndinni var ekki með neina klippingu eða neinn flottan lit í hárinu... en hún hefði jú kroppin og naflahringinn og ég fór að hugsa mundi ég fari í klippingu út frá þessilíka fárálegu auglysingu.?? nei ég held bara ekki og örugglega enginn nema einkver despirat kall sem heldur að þessi kroppur sé að vinna þar og sé með hneft frá á meðan hún er að klippa.... hvað er þetta eiginlega með þessu undarlegu líkamsdýrkunn, þeð er nánast allveg sama hvað það er verið að auglysa að það skal alltaf vera einnkver nánast allsber kona í sama og engum fötum á myndinni... við þurfum nú allveg að fara að spá í þessar svokölluðu fyrirmyndir okkar því ég veit að ég mundi aldrey hleipa barninu mínu út í fötum eins og brytnei spers eða jessica simson ekki einu sinni þó hún væri 25 ára.....

bensín ruglið...

heyrðu nú mig....  þatta er nú ekkert eðlilegt með þetta bensín verð.. ég þurfti að taka bensin áðan og skellti bara á fyrir 1500kall og ég var varla búinn að snerta dæluna þegar það var komið í 1500 og ég hugsaði, "ætli ég hafi bara dælt fyrir 150kall.." en ég borgaðu mínar 1500krónur og ók af stað og ég var varla kominn upp í grafarvog þegar það var búið....  vér mótmælum öll!!!!!!!! þetta er ekkert í lagi ég meina ég man þegar maður dældi fyrir 3000 kall og bíllin var fullur af bensíni.

allavega þá var þetta síðasti dagurinn minn í skólanum, bara prófinn eftir, og ég ætti náttúrulega að vera heima að læra fyrir dönsku en ég bara get það ekki það er bara svo andskoti leiðinlegt.. þannig að ég er að spá í að lesa bara frekar dreifbílislæknirinn 2 og allar hinar bækurnar í rauðu seríunni, ég meina það er líka uppbyggandi efni... maður lærir t.d um það hvernig mennirnir í útlöndum taka hjúkrunarkonuna í fangið og hann sem hélt að hann gæti aldrey elskað aftur.. og hjukkan bara kiknar í fótunum og blotnar niður á læri á meðan hann strýkur mjúkum sterkum örmum sínum niður eftir stinnum brjóstum hennar..... bla...  já það verður nú bara að seigjast að það heillar meira en danskan...


dísus

það var sko eins gott að ég fór ekki að lögum og reglum í sambandi við vetrardekkin.....

púufff

jæja þá er helginn búinn og enginn skodi í hlaðinu... jú og ég skal seigja ykkur söguna af skodanum, sko við fundum þennan jú fína skoda á netinu sem var svo fallegur og það hvíldi á honum ein komma fjórar milljónir og ætluðum við hjú bara að taka við láninu, en þar sem við hjú erum ekkert séstaklega mikið að spá í peningarmarkaðnum þá vissum við ekkert að það væri eitthvað verra núna að taka við láni eða seinna.... en fyrir þá sem vissu það ekki þá er semsagt allt á leiðinni til andskotans þar, allavega þegar við töluðum svo aftur við bílasalan og spurðum hann hvað lánið stæði nákvæmlega í þá kom svarið verulega á óvart.. jú lánið hafði hækkað á einni viku úr ein komma fjórum í ein komma átta milljón þannig að það hafði hækkað á einni viku um fjögur hundruð þúsund takk fyrir og aumingja maðurinn sem á hann er miður sín.. greyjið kallin ég finn ýkt til með honum, en allavega þegar ég var hætt að finna til með honum þá fór ég bara í ingvar helgasson og skoðaði subaro og núna er ég að spá í að fá mér einn subaro legasy ógeðslega flottan og ég verð ekkert halló eða neitt á honum...:)  annars er þetta nú bara búinn að vera róleg helgi, skæruliðarnir mínir voru hérna hjá okkur og við skelltum okkur í verslunarferð í smáralindina og eyddum smá...:/ nú svo fórum við í hinn margrómaða matarklúbb á laugardagskvöldið þar sem við snæddum dýrindis mat hjá auði og tomma, fengum humar, lambafile og sjúklegust súkkulaði köku sem ég hef á ævinni smakkað.. svo skelltum við okkur í eitt spil party og co og mér til mikkilla mæðu þá töpuðum við fyrir nýgræðingunum sigga kalla og ástu en þetta var í fysta skiptið sem þau spiluðu og ég var nú ekki allveg ánægð með það.. og ég barði þau....... nei djók en ég hugsaði það það virðist nebblinlega vera allveg sama hvað ég vinn mikið í þessu blessaða prógrammi að ég er alltaf jafn andskoti tapsár... merkilegt.. en ég er hjá þerapista að vinna í þessu, hún seigir að það sé vegna þess að þegar ég var lítil þá vildi ég ekki spila við neinn nema afa minn og ég vann alltaf.. en svo tapaði ég í fyrsta skipti þegar ég var níu ára þá var ég að spila við mömmu og ég varð náttúrulega brjáluð og ennþá verri þegar ég frétti að ég hefði ekkert verið neitt góð í spilum heldur hefði afi bara alltaf leyft mér að vinna...  well látum okkur sjá jú við vorum í fermingarveislu í dag og tróðum okkur út af svíni og kökum umm eg elska svona veislur þar sem ég ég borðað og borðað það er svo gaman, þannig að það var kanski eiginlega ekkert svo rólegt hérna um helgina þegar ég fer að spá í því...  yfir og út..

skódi ljóti..

sko við hjúinn erum að spá í að kaupa okkur nýjan bíl, ekki það að fíni stínu bíllin sé ekki að standa sig lengur, heldur bara er kominn tími á þetta og við erum að fara að skoða tvo í dag og sko annar er skodi... mjög fínn bíll flottur á litin lítið keyrður og allt það en að sjálfsögðu kom upp svona gamall félagi minn (hrokinn) og það fyrsta sem mér datt í hug er skodi ljóti sem skítir grjóti... og allt það ég man nebblinlega allveg eftir að skodi var allveg ömurlegir bílar og það þótti gríðalega hallærislegt að eiga skoda, pabbi átti einu sinni líka ljótasta appelsínugulasta skoda sem ég hef sé, hann notaða hann í vinnuna og ég man nú samt eftir því sælla minninga að um 14ára þá ætlaði ég að fá hann "lánaðan" og skreppa aðeins niður í bæ en það var svo mikill snjór að ég sat föst á planinu.... en daginn eftir þá hugsaði ég eiginlega sem betur fer því það hefði verið glatað að vera í bænum á skoda ljóta.... en svo seigir pabbi mér að wolsvaken hafi keypt skoda þannig að skodi er eiginkega sama og wolsvaken en það er samt enþá leifar af einkverjum hroka út í skoda ég get ekki að því gert... en hvað finnst ykkur með skoda??? ætti ég að kaupa hann eða er það hallærislegt og þeir sem þekkja mig vita að ég vill sko ekki vera halló.....Svalur

ble..

 ég sá eitt soldið fyndið í dag... sáuð þið heilsíðu auglysinguna í fréttablaðinu um xbé eitthvað kosningar rugl, loforð sem aldrey rætast, allavega það er einkver gaur þarna að bjóða sig fram og hann er svo hrikalega illa meikaður að það hálfa væri helling og glætan að ég fari að kjósa einkverja vonabí illa meikaða kellingu...(hroki) í gær var lesfundur hjá leynifélaginu, við hjá laynifélaginu hittumst alltaf á miðvikudögum og lesum í leynibókinni og tengjum og segjum frá reynslu okkar og þetta er allveg rosalega gaman :) nema hað í gærkveldi vígðum við nýjan félagskonu í hópinn og bíð ég hana hér með velkomin í hópinn, en með vinsemd þá við ég byðja hana um að vera ekki svona lengi næst.... ég veit við erum æði og allt það en maður á ekkert bara að hanga heima hjá fólki langt fram á nætur... (enkahúmor sem bara ein kona skilur hehehe)     hum látum okkur sjá hvað meira hefur gerst... jú það er komið sumar sumar og vetur frusu saman í nótt  og það boðar víst einstaklega gott sumar seigja þeir, og auðvita var það fyrsta sem kom upp í hugan á mér þegar ég heirði um sumar og vetur að frjósa saman.. var að það hliti að hafa verið ári fínn dráttur hjá þeim sumar og vetri finnst það boðar allveg heilt gott sumar hjá okkur og maður verður bara að vona að það verði eins gott þegar þau hittast næst þá kanski fáum við goðan vetur en annars er ekki eins og þeir hafi verið eitthvað slæmir undanfarinn 5 ár.. kanski hafa þau sumar og vetur bara verið að þróa samlíf sitt síðastliðin 1000 ár og séum bara loksins komin á það góðan stað að það er bara alltaf gott veður...:) allavega þá er ég náttúrulega bara að bulla hérna.. held það sé allveg kominn tími á að enda þetta páskafrí.. ég er allveg að verða geðveik að hanga svona heima og kemur það bersínislega í ljós í þessari fáránlegu færslu... yfir og út.. 

hum...

hvað ætti ég að hafa í matinn í kvöld...?? allar vísbendingar vel þegnar takk:)

hvernig mundi maður bregðast við ef maðurinn  manns sem maður vissi ekki betur væri heiðalegur, vinnandi maður  væri allt í einu tekin með 30 kíló af amfetmíni og maður vissi það ekki?? ég er búin að vera að spá aðeins í því út af þessu máli mað 30 kílóinn sem löggan var að taka og ég get bara ekki hugsað það til enda hvernig bara samtalið væri...

ring,ring

stína: halló

lögfræðingur: já kristín kondu sæl ég er að hringja fyrir hönd mannsins þinns til að láta þig vita að það er búið að taka hann fastan og dæma hann í 3vikna varðhald fyrir innflutning á 30 kílóum af amfetamíni

stina: er þetta fm957 að gera símahrekk...???

lögfræðingur: nei þetta er ekkert grín, lögreglan er búin að leita í öllu dótinu þínu en sem betur fer fundust engin efni heima hjá þér 

stina: er þetta bylgjan??

lögfræðingur: u nei þetta er ekkert grín, því miður get eg ekki leyft þér að tala við hann því hann fær ekkert að hringja eða hitta neinn nema mig, munduru vilja að ég skilaði einkverju til hans, ég gæti jafnvel komið til hans bréfi?

stina: simmi ert þetta þú að fokka í mér...?? mér finnst þetta nebblinlega ekkert fyndið..

lögfræðingur: mér þykir mjög leiðinlegt að tilkynna þér þetta en þetta er ekkert grín (orðin pirraður) 

stina: já hum skila einkverju til hans tja ég veit ekki hverju í andsk.. maður ætti svo sem að skila nema þá bara honum...

lögfræðingur: ja hann bað mig um að skila til þín að honum þætti þetta mjög leiðinlegt

stina: já ef þetta hefði verið eitt gramm er hægt að útskíra það sem leiðinlegt en ekki 30 kíló

 

já það er svo skondið að ég er búin að fara yfir þetta aftur og aftur í hausnum á mér hvernig samtalið mundi vera en ég get bara ekki ýmundað mér það.. ég veit það bara að ég mundi sennilega halda áfram að þylja upp allar útvarpstöðvarnar og halda að það væri verið að hrekkja mig..... en hvað veit maður svo sem... en svo ef maður elsakaði hann nógu mikið þá gæti maður líka farið í afneitun og sagt öllum að hann væri að vinna fyrir csa eða fbi sem under cover cop og enginn vissi hvenar væri von á honum eða hvað verkerfnið tæki mörg ár.... og beðið sáttur eftir að hann kæmi heim:) já ég mundi sennilega gera það það kæmi best út:)


suburbian housewive..

ég var spurð að því í dag hvað það þíddi að vera suburbian housewive og ég fór að spá akkurat hvað það þíddi og ég er búinn að fatta það... og jú það er ég.. sko í fyrsta lagi verður maður að búa í úthverfi og ég bý í úthverfi úthverfana sem er grafarvogur, ég hengi út á snúri þegar veður leyfi, tek af rúmminu einu sinni í viku, stærsta ákvörðun dagsins er tvímælalaust hvað á að vera í matinn og ég elda kjötbollur og buff lágmark einusinni í viku, ég á þurkara og bryt allar næríurnar hans rétt saman og passa að hann eigi alltaf hreina sokka og hrein vinnuföt, stærsti viðburður mánaðarins var að sjálfsögðu þegar ég fékk uppþvottavélina fínu hum og látum okkur sjá hér er skúrað einusinni í viku moppað lágmark 5 sinnum, þér er alltaf velkomið að koma á klóið hér því það er þrifið á hverjum deigi og það er allveg sama undir hvaða húsgagn þú kíkir eða hvaða skáp þú opnar þvi þar er altaf allt ryk laust, það deyja engin blóm hjá mér því ég vökva þau alltaf og set þau í sturtu einu sinni í mánuði, hér eru gluggarnir þrifnir að utan sem innan með reglulegu millibili og síðast en ekki sýst þá eru stóhreingerningar 4 sinnum á ári þar sem allar gerdínur og allt er tekið í gegn... svo kemur kallin heim þreittur og sexy í skítuga vinnugallanum og þá að sjálfsögðu er maður tilbúinn með matinn og alla ástina sem maður er búinn að vera að safna yfir daginn og þetta er að vera suburbian housewive og ekki einu sinna reyna að selja mér eitthvað annað... og ef þú kannast við eitthvað að þessu þá ert þú það líka...:) og ef þú kannast ekki við neitt af framantöldu..... þá máttu vita að þetta er mjoooog svo vanmetið starf... og það er eins gott fyrir þig að ef þú kannt ekki að meta það þá skaltu fokking (afsakið orðbragðið) læra það....

páskadagur

ég man þegar ég var lítil að þá var partur af páskaspennunni að það var allt lokað og maður fór í búðina með ömmu að versla fyrir marga daga og það mátti ekki gleyma neinu og allt það en í dag þá er alllt opið alltaf alllveg sama hvað gerðist á þann dag... sko hvurslags vanvirðing er það eiginlega við mannin sem dó á krossi fyrir syndir okkar að við séum bara eitthvað í búðinni... og á sjálfan upprisu daginn förum við bara og tökum bensín á opnu bensæinstöðinni og kaupum beikon í 10-11...... ég verð nú bara að seigja að það var mikju meira spennandi þegar maður þurfti að versla fyrir marga daga í einu og tók fullt af video spólum og gat haft þær í marga daga því það var allt lokað en nei nú eru allar videoleigar opnar alla páskana og allt..... glatað

páskabrjálæði..

jújú það eru komnir páskar enn eina ferðina, dísus hvað tíminn líður hratt, ég man þegar ég var lítil þá hlakkaði mig til í margar vikur eftir aðþað kæmu páskar og ég fengi öll páskaeggin.. jú ég fékk nebblinlega alltaf allveg nokkur eins og kanski 5-6 en því miður þá fékk ég ekki að borða þau öll heldur var það geymt þannig að í ammælinu mínu sem er í ágúst voru allltafpáskaegg í boði.. en allavega þá man ég ekkert eftir að hafa verið eitthvað æstari en venjulega með allt þetta súkkulaða inn í mér allavega ekkert eins og ég sé stundum í dag.. jú nebblinlega úttaugaða foreldra á kvöldi páskadags vegna þess að í sakleysi sínu höfðu þau keypt stærsta páska eggið handa 6 ára syni sínum.. afkverju var keypt stærsta eggið?? jú það gæti hafað verið vegna þess að þau fengu sjálf aldrey stórt páska egg þegar þau voru lítil og ætla sko ekki að láta það koma fyrir sitt barn.. eða það er að reyna að bæta fyrir allar skammirnar sem barnið hefur fengið á þessu ári og á hverju ári láta þau barnið hafa stærsta eggið og verða allaf jafn hissa þegar krakkinn verður eins og einkver hafi laumað amfetamíni í pelan hjá því..., þau öskra, garga og hlaupa um í súkkulaði sjokki og það er sko eins og þau hafi gengið af göflunum... og eftir sytja foreldrarnir úttaugaðir á páskadagskvöld og skilja ekki afkverjur barnið hagar sér svona.. þau sem keyptu handa því risa páskaegg.... !!!!!!!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband